Fara í innihald

Ismail Haniyeh

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ismail Haniyeh 2020.

Ismail Haniyeh (f. 1962 eða 1963, d. 31. júlí 2024) var palestínskur stjórnmálamaður sem var hátt settur innan Hamas-samtakanna. Hann var forsætisráðherra Palestínsku heimastjórnarinnar á Gasa frá 2007 til 2014 og leiðtogi Hamas frá 2007 til 2017. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu vék Haniyeh frá völdum forsætisráðherra yfir allri Palestínu í átökum flokkanna Fatah og Hamas árið 2007 sem varð til þess að Haniyeh varð einungis forsætisráðherra yfir Gasa.

Í maí 2024 fór Karim Ahmad Khan, aðalsaksóknari Alþjóðlega sakamáladómstólsins, fram á að alþjóðleg handtökuskipun yrði gefin út á hendur Haniyeh ásamt öðrum palestínskum og ísraelskum leiðtogum vegna ætlaðra stríðsglæpa sem framdir hefðu verið í stríði Ísraels og Hamas frá því í október 2023.[1]

Sumarið 2024 var Haniyeh ráðinn af dögum í opinerri heimsókn í Íran.[2] Sprengju var komið fyrir, líklega af ísraelsku leyniþjónustunni Mossad, í vistarverum hans.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Eiður Þór Árnason (20. maí 2024). „Sak­­­sóknari Al­­þjóð­­lega saka­­mála­­dóm­­stólsins vill hand­­­­taka Netanja­hú og Hamas-liða“. Vísir. Sótt 13. ágúst 2024.
  2. Hólmfríður Gísladóttir (31. júlí 2024). „Pólitískur leið­togi Hamas ráðinn af dögum í Íran“. Vísir. Sótt 31. júlí 2024.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.